143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[20:24]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir afar skýr svör. Tíminn er knappur og við erum að tala almennt séð, og þó. Ég trúi því að í fjárlögunum birtist sú skýra stefna sem var boðuð. Það má vel kalla hana hina blönduðu leið, við erum að verja bótakerfið og vissulega komu upp vangaveltur, umræða um hvar mætti bera niður en við verjum bótakerfið. Við lækkum skatta, það eru 5 milljarðar sem sitja eftir hjá heimilunum og í samspili við skuldaleiðréttinguna aukum við ráðstöfunargetuna. En vissulega erum við að taka fyrir tekjuhlið ríkisreiknings.