143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[20:38]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er gott og vel að hv. þingmenn séu búnir að viðurkenna að það hafi kannski verið eitthvað rétt í þessu hjá okkur. En hvort það hafi verið rétt að lækka á botnfiskinn — nýjustu hagtölur í Hagtíðindum frá Hagstofu Íslands staðfesta þetta. Þær staðfesta að hagnaðurinn er allur í uppsjávargeiranum en hann er minni í botnfisksveiðunum, á minni skipunum. Þessar tölur staðfesta það. Ég vænti þess að hv. þingmaður sé búinn að kynna sér þær tölur og mér finnst þær staðfesta að minni fyrirtækin hefðu ekki þolað sömu hækkun og ekki einu sinni sömu veiðigjöld. Hagnaðurinn á uppsjávarskipunum núna helgast mest af því að það var helmingi meiri veiði árið 2012 (Forseti hringir.) en 2011, 50% meiri veiði.