143. löggjafarþing — 37. fundur,  14. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[10:28]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Brynhildur Pétursdóttir) (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Við erum alveg sammála um að niðurskurður er erfiður og kemur alltaf illa niður, alveg sama hvar hann er, liggur við. En mig langaði samt að vekja máls á því að ríkisstjórnin er á sama tíma svolítið að færa út kvíarnar að ráða fleiri aðstoðarmenn en áður hefur þekkst og hefur bætt við einum ráðherra, sem ég geri þó kannski ekki athugasemdir við af því að það er stórt ráðuneyti, velferðarráðuneytið. En við getum kannski verið sammála um að ríkisstjórnin verður líka að líta í eigin barm, bæði hvað varðar aðstoðarmenn og fara ekki að fjölga ráðuneytum enn frekar.