143. löggjafarþing — 37. fundur,  14. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[11:16]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka þingmanninum kærlega fyrir ræðuna. Hún var um margt mjög upplýsandi. Þarna fer fagmaður sem þekkir mjög vel til málaflokkanna sem hann fjallar um, hv. þm. Guðbjartur Hannesson. Mig langaði aðeins að spyrja þingmanninn hvort hann sjái eitthvað í þessum tillögum að fjárlögum sem bætir stöðu þeirra sem við oft köllum þá sem minnst mega sín. Hvað er það sem þingmaðurinn mundi leggja til að við gerðum til að rétta stöðu þessa hóps?