143. löggjafarþing — 37. fundur,  14. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[11:20]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég sagði að það væri ekkert sem bætti stöðuna en það er ýmislegt sem gerir hana í rauninni verri. Það eru nefskattarnir sem við vorum að tala um, innritunargjöldin, komugjöldin og gjaldtakan í heilbrigðiskerfinu, það gerir stöðu þessa fólks verri. Það þarf að taka á því.

Varðandi fátæktarskýrsluna, Farsæld, sem var unnin þá hefur kirkjan verið mjög öflugur frumkvöðull í að koma með nýjar hugmyndir um hvernig eigi að vinna að málum með aðstoð við fólk til þess að komast út úr fátæktargildrunni. Þar er þetta nálgast, einmitt eins og ég segi, ekki sem vandamál einstaklingsins heldur viðhorfin, að maður búi ekki við það viðhorf að sagt sé: Ég er fátækur, ég mun alltaf verða það og það mun enginn vilja hjálpa mér. Við ætlum að hafa samfélag sem dreifir tekjunum þannig að það verði alltaf einhver að vera í þessum hópi.

Við þurfum ekki að hafa þetta svona. Við stöndum að mörgu leyti betur en margar aðrar þjóðir en af því að við erum að fara út úr þessu ástandi, við höfum varið þennan hóp býsna vel í gegnum kreppuna, þá svíður manni þetta, hver einasta manneskja sem býr undir fátæktarmörkum. Það er okkar hlutverk sem samfélags að leysa úr þeim vanda með (Forseti hringir.) öllum tiltækum ráðum.