143. löggjafarþing — 37. fundur,  14. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[15:52]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, þið leggið til 3,5 milljarða en svo á bara eftir að útfæra það. Það hljómar ekki mjög traustvekjandi, en ég spyr um útfærsluna. Þið ætlið að leigja makrílinn, en á svo að rukka líka? Er það fyrir utan sérstöku veiðileyfagjöldin? Það er ein spurning.

Önnur spurning er um rækjuna. Hvernig munduð þið útdeila úthafsrækjunni? Munduð þið leigja hana eða bjóða hana upp? Hver er ykkar vilji í því?