143. löggjafarþing — 37. fundur,  14. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[15:55]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Hann svaraði að vísu ekki spurningum hv. þm. Páls Vals — (Gripið fram í: Páls Jóhanns.) þannig að ég ætla ekki að fara neitt — (Gripið fram í: Páls Jóhanns.) Ókei, Páls Jóhanns, ég biðst velvirðingar á þessu.

Ég ætlaði að spyrja hann út í annað. Það er augljóst að það þarf ekki að spyrja út í bankaskattinn, hann er þá væntanlega farinn úr því að Samfylkingin leggur til að fara þá leið með aukinni skattheimtu, en hér segir hv. þingmaður að allir séu sammála um það, hvorki meira né minna, að svarta hagkerfið hafi aldrei verið meira. Það hefur væntanlega ekki komið á síðustu vikum, það hefur verið í einhvern tíma, og þar á að sækja 3 milljarða, 3 þús. milljónir. Það er ekki lítið og ég spyr, virðulegi forseti: Af hverju sóttuð þið ekki þessa peninga þegar þið voruð í ríkisstjórn, 3 þús. milljónir sem bara eru þarna? Af hverju sóttuð þið ekki peningana? Það er búið að skamma okkur og mér finnst alveg punktur í því að við séum að (Forseti hringir.) vinna frekar hratt. Finnst hv. þingmanni þessar tillögur koma á réttum tíma, (Forseti hringir.) svona miðað við almanakið?