143. löggjafarþing — 37. fundur,  14. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[16:02]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það er einmitt spurning hvort það sé ekki ríkisstjórnin sjálf sem er forsendubrestur í þessu samfélagi. (Gripið fram í.)

Aðeins meira um þetta umhverfi og kjarasamningana sem í hönd fara. Ég mundi gjarnan vilja að hv. þingmaður setti þetta sem ég var að ræða hér áðan — verðlagsforsendurnar, hækkanirnar, vaxtabæturnar, hér hafa verið nefnd í þessari umræðu skráningargjöld í háskóla og fleira í þessum dúr — inn í kjarasamningaumhverfið. Það hlýtur að skipta máli fyrir efnahagsþróun í landinu hvernig kjarasamningar verða gerðir, til hve langs tíma, á hvaða nótum og hvaða stöðugleiki verður þá inn í næsta missirið. Það er víst verið að tala um skammtímasamninga. Ég mundi gjarnan vilja heyra hv. þingmann fara aðeins betur inn í þetta og hvort hann sé ekki áhyggjufullur einmitt út af þessu samhengi hlutanna, (Forseti hringir.) hvernig efnahagsstefnan sem birtist í fjárlagafrumvarpinu (Forseti hringir.) kann að kynda undir vaxandi verðbólgu.