143. löggjafarþing — 38. fundur,  16. des. 2013.

IPA-styrkir.

[15:06]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra svörin en hlýt þá að spyrja: Þegar hæstv. forsætisráðherra hitti Herman Van Rompuy í sumar, þegar hann hitti José Manuel Barroso, óskaði hann eftir því að haldið yrði áfram með IPA-styrki?

Þegar hæstv. utanríkisráðherra hitti Stefan Füle í sumar, óskaði hann eftir því að haldið yrði áfram með fjárveitingar á grundvelli IPA-styrkja?

Var það sett fram af hálfu íslenskra stjórnvalda að þau vildu halda áfram þeim verkefnum sem þegar hafði verið hafist handa við? Var óskað eftir því að einhver frekari verkefni yrðu þróuð eða þroskuð?