143. löggjafarþing — 38. fundur,  16. des. 2013.

álver í Helguvík.

[15:21]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S):

Virðulegi forseti. Það er ekki búið að slá þetta verkefni af þannig að því sé haldið til haga. Við skulum, á meðan svo hefur ekki verið gert, gera ráð fyrir að verið sé að vinna að því (Gripið fram í.) af fullum hug. Ég hef sagt og skal endurtaka það að það sem skiptir máli varðandi þetta verkefni er að fá niðurstöðu í málið. Það hefur ekki staðið á þeirri sem hér stendur, ekki frekar en hv. þingmanni eins og ég sagði áðan, en munurinn á þessari ríkisstjórn og þeirri sem áður var er sá að þessi ríkisstjórn er einhuga að baki þessu verkefni.

Ef það er sú ákvörðun sem fyrirtækið mun taka, ef í ljós kemur að ekki er vilji til að halda því áfram, er það ekki okkar að þrýsta því í gegn án þess að fyrirtækin sjálf komi að því máli. Það hefur alltaf legið fyrir. Þær hindranir (Forseti hringir.) sem voru í tíð seinustu ríkisstjórnar (Forseti hringir.) voru á þann veg að ekki var pólitískur stuðningur við þetta verkefni. Það liggur í augum upp og hefur verið öllum ljóst.