143. löggjafarþing — 38. fundur,  16. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[18:00]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svörin. Ég veit að hv. þingmaður hefur haft áhyggjur af heilbrigðiskerfinu, ekki bara núna heldur áður og var ötull talsmaður þess að ekki yrði haldið áfram að skera niður í því kerfi á árinu 2013, enda var tekin um það ákvörðun að stöðva þá leið og heldur byrja að gefa til baka.

Í frumvarpinu hjá nýju ríkisstjórninni var gert ráð fyrir að hafinn yrði niðurskurður að nýju, en nú hefur því verið snúið við og það á að gefa í í heilbrigðiskerfið og ég er ánægð með það og væntanlega hv. þingmaður líka. En ég vil spyrja hann um aðferðirnar, hvert er leitað til þess að bæta upp vanda heilbrigðiskerfisins þegar farið er í þróunarsamvinnuna, (Forseti hringir.) vaxtabæturnar og Starfsendurhæfingarsjóðinn.