143. löggjafarþing — 38. fundur,  16. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[18:01]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Jú, þetta vekur athygli. Ég minnist þess ekki við fjárlagasmíð að niðurskurður sé í texta fjárlagafrumvarpsins jafnan réttlættur með skírskotun til annarra þátta. Að skorið sé niður við háskóla vegna þess að styrkja þurfi heilbrigðiskerfið, ég minnist þess ekki.

Ég hefði kosið að þetta hefði þá verið orðað öðruvísi og sagt bara hreint út: Við erum að setja auknar álögur og gjöld á stúdenta vegna þess að við heykjumst á því að setja á auðlegðarskatt, sem gæfi okkur 9 milljarða í tekjur á ári, eða fá fjármuni frá útgerðinni, sem næmi 6,4 milljörðum á ári, eða virðisauka á ferðaþjónustu, sem gæfi hálfan annan milljarð á ári. Ég mundi sætta mig betur við skírskotun af þessu tagi (Forseti hringir.) í textum fjárlagafrumvarpsins.