143. löggjafarþing — 38. fundur,  16. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[18:15]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hér er það að gerast að þingmenn eru að geta sér til um það samkvæmt líkindaútreikningi hve há þessi komugjöld eigi að vera. Þetta er náttúrlega ekki boðlegt, þetta gengur ekki upp.

Það stendur til af hálfu stjórnarmeirihlutans að ljúka umræðu um fjárlög fyrir jól, þ.e. í lok þessarar viku í síðasta lagi. Þá er frumskilyrði að við höfum á borðinu allar staðreyndir sem snúa að mikilvægum ákvörðunum sem við erum að taka og þar á meðal þessari. Það er fróðlegt að heyra þessa útreikninga hv. þingmanns en þeim mun ríkari ástæða er til að gera kröfu um að við fáum þetta á borðið. En skynsamlegast er auðvitað að draga þetta algerlega til baka.

Hæstv. forseti. Mig langaði til að spyrja: Er hv. formaður fjárlaganefndar ekki í andsvörum?(VigH: Nei.) (Forseti hringir.) Hann er ekki í andsvörum. Má ég spyrja hæstv. forseta hvort hv. formaður fjárlaganefndar er á mælendaskrá?