143. löggjafarþing — 38. fundur,  16. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[18:50]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Bjarkey Gunnarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta eru skemmtilegar spekúlasjónir. Mig langar til að spyrja, af því að hv. þingmaður var í andsvari við annan þingmann og ræddi lækkunina á millistigið í skattinum, tekjuskattinum, hvort hann sé hlynntur þrepaskiptu skattkerfi. Hér hefur verið boðað að frá því verði fallið, a.m.k. í þeirri mynd sem það er í dag. Við vinstri menn höfum talið að þrepaskipt skattkerfi sé til þess að jafna stöðu fólks í samfélaginu.

Mig langar líka til þess að spyrja þingmanninn eftir því hvort hann hafi sett sig eitthvað inn í þær fyrirhuguðu aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur boðað varðandi skuldamálin. Margir hafa tjáð sig undanfarið um þessi mál, m.a. Lars Christensen hjá Danske bank, sem hefur nú ekki haft skoðanir sem þóknast öllum. Hann segir með leyfi forseta:

„That was true when everything was booming in Iceland. Then nobody was willing to look ahead. That’s also true today, whereas politicians seem to be eager to send checks to everybody to ensure their popularity (Forseti hringir.) over the next couple of years.“

(Forseti (SJS): Forseti vill minna á að þingmálið er íslenska.)

Tilvitnun lýkur. [Hlátur í þingsal.] — Slapp fyrir horn með þetta.

Er þingmaðurinn sammála því sem hér kemur fram? Það hefur jú verið töluverður ágreiningur fyrir kosningar, þegar þessi mál eru rædd, um í hvað peningarnir ættu að fara. Við töldum að það gæti stefnt í óefni ef þetta yrði að veruleika, þ.e. það sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa ætlað gera, þrátt fyrir að þeir hafi svo vissulega lagt fram hógværari tillögur en þeir boðuðu í aðdraganda kosninga.