143. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[12:08]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta er bara bláköld pólitísk forgangsröðun Framsóknarflokksins. Hann hefur einfaldlega ákveðið að leggja sérstakan nefskatt á skólakrakka. Hann hefur ákveðið að leggja sérstakt innritunargjald á fárveikt fólk á spítölum, sem eru krónutölugjöld. Og hann hefur tekið ýmsar aðrar ákvarðanir af því taginu eins og að neita atvinnuleitendum um desemberuppbót nú í jólamánuðinum til að eiga fyrir skattalækkunum á forréttindahópa eins og fólk í hátekjuþrepi, eins og á efnafólkið, 4 þúsund ríkustu heimilin í landinu sem greiða auðlegðarskatt, eins og á útgerðina sem græðir meira en nokkru sinni fyrr, sem betur fer, og má vel við því að taka þátt í samneyslunni eilítið meira.

Þetta er bara pólitísk forgangsröðun Framsóknarflokksins, að leggja skatta og gjöld á venjulegt fólk en létta þeim af forréttindahópum.