143. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[14:41]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka þingmanninum yfirgripsmikla ræðu og það er sannarlega efni til, enda er fjárlagafrumvarpið mikilsverðasta frumvarp sem lagt er fram í þinginu. Mér heyrðist á þingmanninum að við séum nokkuð sammála um það að sjaldan hafa pólitískar línur birst jafn skýrt og í þessu fjárlagafrumvarpi. Kannski er það líka vegna þess að það verða þessi miklu umskipti frá félagshyggjustjórn og við tekur — ég veit ekki hvað ég á að kalla þessa stjórn. Hún er náttúrlega ósanngjörn stjórn og hafnar peningum frá þeim sem mesta hafa og leggur á þá sem minnsta hafa.

Formanni fjárlaganefndar hefur orðið tíðrætt um þjóðarsátt, eins og hv. þingmaður nefndi í sinni ræðu(Forseti hringir.) og hún nefndi líka hömlulausa eyðslu á síðasta kjörtímabili. (Forseti hringir.) Hvað er það sem er svona hömlulaust? Getur þingmaðurinn sagt mér eitthvað um það?