143. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[14:47]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að okkur farnist best í pólitík ef við lítum ekki á stjórnmál sem einhvers konar leikrit eða hliðarverkefni við lífið sjálft. Ég held að góð pólitík sé þannig að við séum sjálfum okkur til sóma í hverju skrefi. Það er það sem ég vonaði að við lærðum af hruninu, þ.e. að við yrðum óhrædd við að spyrja gagnrýninna spurninga, óhrædd við að taka ákvarðanir sem héldu til mjög langs tíma og þyrðum líka að treysta hvert öðru.

Það er rétt sem hv. þingmaður segir, við bentum á þetta löngu fyrir hrun, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, og það þótti fyrst og fremst endurspegla það að við værum neikvæð, værum á móti öllu, eins og gjarnan var sagt, en auðvitað snerist þetta um það að vara við (Forseti hringir.) en því miður var lítið hlustað.