143. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[14:50]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni spurninguna og vangavelturnar. Ég held að ég hafi í ræðu minni áðan komið inn á mikilvægi þess að virða vinnu sem hefur verið lögð af mörkum og hafa sjálfstraust í að skoða hana, óháð því hvaðan hún kemur. Mér finnst hefðbundin pólapólitík vond. Hún endurspeglast í nálgun núverandi ríkisstjórnar gagnvart fjárfestingaráætlun, sóknaráætlun, náttúruverndarlögum o.s.frv. Þarna finnst mér stjórnarflokkarnir sýna það mjög eindregið að þeir hafa ekki lært, a.m.k. ekki neina lexíu að því er varðar þessa þætti.