143. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[14:53]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þingmaður talaði einnig um náttúruvernd í ræðu sinni og að við þyrftum að vernda náttúruna, það yrði enginn til þess ef við gerðum það ekki. Mér finnst stundum eins og þeir sem telja sig vinstra megin í pólitíkinni telji sig hafa yfirhafinn rétt til þess að vernda náttúruna, það er ekki svo. Ég lít þannig á að náttúruvernd hefjist heima, að við kennum börnunum okkar að ganga vel um náttúruna og að þau fari með það inn í framtíðina. Við erum líka í þeirri stöðu að við búum í þessu landi og við þurfum að geta lifað af náttúrunni, og svo sannarlega er það markmið okkar allra að ganga þannig um náttúruna að við getum lifað við hana án þess að eyðileggja hana.

Það var talað hér um pólapólitík og samstöðu, og það er alveg rétt (Forseti hringir.) að til þess að við getum nálgast og fengið sameiginlega niðurstöðu þurfum við að forðast pólapólitík.