143. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[15:53]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að við hv. þingmaður séum sammála um að heilbrigðiskerfið sé fyrir sjúklinga, það er alveg ljóst. Ég er hins vegar ekki alveg viss um að ég mundi kvitta upp á allar hans aðferðir um það, en ég ætla ekki að ræða það hér og nú.

Hv. þingmaður talaði um að honum fyndist það hið besta mál að þjarma svolítið að utanríkisþjónustunni og honum virðist það hið besta mál að skera niður hjá ráðuneytunum um 5%. En getur hv. þingmaður sagt mér af hverju er mest lagt á aðalskrifstofu utanríkisráðuneytisins? Þar er krafan 7,5%, annars staðar 5%. Síðan eru náttúrlega þessir skúffupeningar sem hæstv. forsætisráðherra hefur og þar að auki þarf hann bara að skera niður um 3,5% á aðalskrifstofu forsætisráðuneytisins.(Forseti hringir.) Af hverju er þessi munur á?