143. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[18:19]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Þingmaðurinn ætlar að halda sig við að bera saman epli og appelsínur og það er þá allt í lagi.

Við getum ekki borið saman veikindi á milli sjúklingahópa, (PHB: Einmitt.)það er ekki hægt. (Gripið fram í.)Þingmaðurinn verður að virða mér það til vorkunnar að þegar ég nefni að veikustu sjúklingarnir leggist að jafnaði inn á spítala á ég náttúrlega við veikustu sjúklingana í hverjum sjúklingahópi. Þingmaðurinn veit væntanlega að sjúklingar með krossbandaslit leggjast ekki inn á krabbameinsdeildir, hann hlýtur að vita það, og krabbameinssjúklingarnir leggjast ekki inn á bæklunardeildir, það er ekki þannig. Það er ódýrt af hálfu þingmannsins að bera saman þessa tvo sjúklingahópa og reyna þannig að láta líta út fyrir að (Forseti hringir.) hann sé að gera einhver kraftaverk með því að auka gjöldin á krossbandaeinstaklinginn. (Forseti hringir.) Það er ekki.