143. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[19:13]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður spyr um það sem er mjög mikið í þessu fjárlagafrumvarpi þar sem eru lögð á gjöld eins og innritunargjöld til háskólans sem eru hækkuð úr 60 þúsundum í 75 þúsund — er það ekki rétt munað? — og renna ekki til háskólans heldur beint í ríkissjóð. Hið sama má segja um nefskattinn hjá Ríkisútvarpinu og þær árásir sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa uppi gegn Ríkisútvarpinu þar sem nefskatturinn er tekinn í ríkissjóð og Ríkisútvarpinu svo gert að skera niður. Fræg eru ummæli hér um boðaðan niðurskurð hæstv. menntamálaráðherra, frekari niðurskurð til Ríkisútvarpsins upp á — voru það ekki 215 millj. kr.? — sem ég fagnaði í umræðu um barnabæturnar þegar það datt niður, 350 milljónir á tíu mínútum, (Forseti hringir.) og spurði hvort ekki gæti gerst líka með Ríkisútvarpið. Það náðist árangur, það hefur lækkað úr 215 í 150.