143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

177. mál
[12:23]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Bjarnason) (S):

Virðulegi forseti. Ég ætla nú ekki að tjá mig efnislega um breytingartillögu hv. þingmanna Jóns Þórs Ólafssonar, Birgittu Jónsdóttur og Helga Hrafns Gunnarssonar, en hér er um verulega breytingu að ræða á löggjöf um lífeyrissjóði. Ég tel rétt og eðlilegt sem framsögumaður í þessu máli að efnahags- og viðskiptanefnd fjalli um frumvarpið eins og það liggur fyrir og breytingartillöguna á milli umræðna þannig að málinu verði vísað til efnahags- og viðskiptanefndar að lokinni þessari umræðu.

Virðulegi forseti. Ég hef lokið máli mínu.