143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

177. mál
[15:09]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Þessi breytingartillaga er mjög einföld. Þetta er copy/paste frá tillögu sem hv. þm. Pétur H. Blöndal hefur margoft lagt fyrir þingið. Í stuttu máli sagt hljóðar hún upp á að lífeyrissjóðir séu eign sjóðfélaga sinna og innstæða eða réttindi samkvæmt samningi um tryggingavernd séu eign rétthafa. Í því felst líka að sjóðfélagar á aðalfundi kjósi sjóðstjórnir sem eiga að hugsa um hagsmuni sjóðfélaga. Þetta er einfalt lýðræðisákvæði sem ég vona að verði samþykkt hérna og ef ekki, þá að hv. þm. Pétur H. Blöndal leggi það aftur fram og þingið samþykki hana eftir góða í umræðu þinginu.