143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[15:25]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hægri stjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar stendur vörð um breiðu bökin. Ekkert í fjárlagafrumvarpinu og breytingartillögum fellur í skaut þeirra sem lægstar hafa tekjur í þessu samfélagi þrátt fyrir hástemmd loforð í kosningabaráttunni.

Í ríkisstjórnartíð Samfylkingar og Vinstri grænna jókst jöfnuður á Íslandi vegna markvissra aðgerða. Samfylkingin lýsir andúð á forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og leggur til að 4 milljörðum verði varið í að styðja við hópa í lægsta tekjuþrepi, svo sem með breytingum í bótum almannatrygginga og barnabótum. Samfylkingin leggur áherslu á að húsaleigubætur hækki um 23% en það mun nýtast tekjulágum hópum vel og auka jafnræði á milli þeirra sem eiga og leigja og er nauðsynleg forsenda uppbyggingar leigumarkaðar.