143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[15:27]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér koma til atkvæða breytingartillögur frá þingflokki Samfylkingarinnar við fjárlagafrumvarpið. Í þeim breytingum birtast að mörgu leyti áþekkar áherslur og við í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði höfum lagt fram og getum átt ágæta samleið með. Enda þótt við hefðum hagað tekjuhlið tillagnanna með öðrum hætti og höfum fyrirvara á þeim hluta erum við sammála þeim tillögum sem eru útgjaldamegin og þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs mun þar af leiðandi styðja tillöguna, enda þótt hún sé borin upp í heilu lagi. Eins og ég segi höfum við fyrirvara á tekjuhliðinni og teljum að hægt væri að ráða bót á þeim þætti ef breytingartillögurnar eru að öðru leyti samþykktar.