143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[15:35]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Við leggjum til aukna fjárveitingu til framhaldsskólanna en rekstrarstaða skólanna er afar slæm og það er viðurkennt að einingarverð sem greitt er til þeirra sé of lágt. Menn hafa reiknað út að það þurfi í það minnsta 250 milljónir aðeins í reksturinn og auk þess vantar fé til þróunarstarfa.

Hætta er á því að ef fjármunir verða ekki veittir til skólanna lendi þeir í þeirri stöðu að þurfa að hafna nemendum. Það mun hins vegar hafa með sér alvarlegar aukaverkanir sem bitna á ungmennunum og geta fylgt þeim langt fram eftir ævi, einkum og sér í lagi vegna þess að auk þess er skorin niður öll aðstoð við atvinnulaust ungt fólk.

Ég segi já og dreg sérstaklega fram þennan lið í breytingartillögunni.