143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[15:39]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við vinstri græn leggjum fram tillögur bæði á tekju- og gjaldahlið. Tillögurnar endurspegla nálgun okkar sem gerir ráð fyrir jöfnuði, eins og lagt hefur verið upp með, og er í grundvallaratriðum ólík þeirri stjórnarstefnu sem er lögð fram af hálfu ríkisstjórnarinnar. Hér takast á hugmyndafræði hægri og vinstri og við viljum svo sannarlega sækja tekjur til þeirra sem eru aflögufærir og nýta þær til samfélagslegra verkefna. Við leggjum áherslu á hinar dreifðu byggðir, sóknaráætlun, húshitun, fjarskiptin, námskostnað, menntun, menningu og þróunarsamvinnu og skapandi greinar. Ég tek undir það sem hefur líka verið sagt, að þrátt fyrir að við leggjum öllsömul upp með að ná jöfnuði skulum við ekki fagna of snemma, en við vonum að sjálfsögðu hið besta.