143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[15:52]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Hér greiðum við atkvæði um aukin fjárframlög til Kvikmyndamiðstöðvar. Í liðnum á eftir eru greidd atkvæði um almenn verkefni á sviði skapandi greina sem eru í raun búnar að sanna sig sem eitt af lykilatriðum þjóðarinnar. Þau reiða sig þó á að ríki og sveitarfélög veiti þeim ákveðin grunnframlög en hafa svo margfalda verðmætasköpun og aukningu í för með sér, eins og kunnugt er. Hér er því tækifæri til að hefja nýja sókn í atvinnusköpun sem ekki gengur um of á takmarkaðar auðlindir landsins, bæði í þessum lið, 7, og þeim sem á eftir kemur, nr. 8. Ég segi já við þessum lið.