143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[16:34]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Það er með mikilli ánægju sem meiri hluti fjárlaganefndar leggur fram þessa breytingartillögu. Uppbygging Fjölbrautaskóla Suðurlands er mjög mikilvæg og hafa sveitarfélögin þegar safnað fyrir sínum hluta af þeim framkvæmdum. Það er í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að efla mjög verknám og er þetta fjármagn hér fyrsti hluti af því sem koma skal. Því ber sérlega að fagna að hægt skuli hafa verið að finna þetta svigrúm þannig að hægt sé að hefja framkvæmdir við Fjölbrautaskóla Suðurlands.