143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[16:46]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti Mér þykir þetta til skammar. Eins og komið hefur fram hefur Ísland notið meiri þróunaraðstoðar en það hefur veitt og því lít ég á núverandi ástand sem lánafyrirkomulag. Ég lít svo á að við skuldum þessa peninga og að okkur beri að greiða þá til baka. Ef við þurfum að fá þá lánaða með vöxtum til að greiða þá til baka þá gerum við það.