143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[16:54]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Ein mínúta er ekki langur tími til að leiðrétta allar þær rangfærslur sem hér hafa komið fram. Það er aftur á móti rétt [Kliður í þingsal.] (LRM: … allt komið fram í umræðunni.) að hér er verið að taka skref til jöfnunar á raforkukostnaði allra landsmanna. (Gripið fram í.) Það hefur verið gert á þremur árum.

Það er líka rétt að fyrrverandi ríkisstjórn var hér í fjögur ár og sat með tillögur í fanginu í þrjú ár án þess að hreyfa legg eða lið til að framkvæma þessa jöfnun. Hér kemur það til framkvæmda í þremur skrefum. Það hefur þau áhrif á kostnað þeirra sem búa í dreifbýli og þurfa einmitt að hita upp húsin sín að hann lækkar. Þess vegna lækkar byrðin sem þarf til að jafna húshitun (Gripið fram í.) og þess vegna er sú tillaga lægri.

Hér er fyrsta skrefið tekið af þremur og ég fagna því mjög. (Gripið fram í.) (KaJúl: … allt í einu á landsbyggðinni.)