143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[17:01]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég vil lýsa ánægju minni með að 140 millj. kr. séu veittar í starfsemi umboðsmanns skuldara, sérstaklega í ljósi þess að hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra Eygló Harðardóttir hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um fjárhagsaðstoð vegna gjaldþrotaskipta. Þegar frumvarpið verður að lögum mun það auðvelda einstaklingum og fjölskyldum að byrja upp á nýtt vegna erfiðrar skuldastöðu. Ég segi því já.