143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[17:02]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Vinstri græn styðja þær auknu fjárheimildir sem lagðar eru til heilbrigðismála. Við teljum að betur hefði mátt gera eins og komið hefur fram í umræðunni. Héðan frá Alþingi þurfa að koma skýr skilaboð til notenda og starfsfólks heilbrigðisþjónustunnar um að stjórnvöld standi með þeim í þeirri viðleitni að hér sé rekin fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta.