143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[17:14]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill enn og aftur vekja athygli á því að þegar atkvæðaskýringar eiga sér stað við einstakar tillögur gildir sú regla að þeir hv. þingmenn sem vilja veita atkvæðaskýringu verða að hafa beðið um orðið áður en sá fyrsti sem er að veita atkvæðaskýringu hefur tekið til máls.

Þetta segir forseti að gefnu tilefni vegna þess að það voru allnokkrir þingmenn sem óskuðu greinilega eftir því að fá að veita atkvæðaskýringu nokkru eftir að atkvæðaskýringar hófust. Það verða að gilda ein lög um það.