143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[17:24]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Vinstri grænir eru í grunninn sammála þeirri viðleitni að ná fram hagræðingu með sameiningu stofnana og telja að þessi leið til hagræðingar í rekstri geti verið til bóta. Hins vegar er forsenda hennar sú að slíkar ráðstafanir séu unnar með heimamönnum og að stofnanir séu ekki sameinaðar nema heilsárssamgöngur milli starfsstöðva séu í boði.