143. löggjafarþing — 42. fundur,  19. des. 2013.

tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014.

2. mál
[11:28]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það er ljóst að minni hlutinn er nokkuð samstiga í því hvernig hann mun fara um atkvæðahnappana hér á eftir. Það er ánægjulegt. Það sýnir að það er í raun og veru breið sátt um ákveðnar leiðir í samfélaginu. Hér kristallast tvær ólíkar sýnir sem koma fram í þessari atkvæðagreiðslu.

Ég vona að þær tillögur sem liggja fyrir frá minni hlutanum öllum nema Pírötum, sem hafa ekki sett fram sambærilegan óskalista, muni njóta fylgis. Ég geri ekki ráð fyrir því því að við erum fólk hefða en það er óskandi að við getum unnið saman að útfærslum sem endurspegla vilja allra en ekki bara einhvers tiltekins meiri hluta í landinu.