143. löggjafarþing — 42. fundur,  19. des. 2013.

tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014.

2. mál
[11:52]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Ég greiði atkvæði með því að leggja á bankaskattinn og prósentan á að vera nógu há til þess að við fáum borgaðan til baka — í þessu tilfelli fáum við það ekki fyllilega til baka en að hluta til — þann skaða sem ríkissjóður varð fyrir vegna bankahrunsins. Ég er þannig hlynntur því að þessi skattur sé lagður á. Ég sat hjá um útfærslu hans en ég er hlynntur því að við náum til baka í ríkissjóð peningum til að mæta þeim skaða sem varð vegna bankahrunsins. Ég er sammála því.