143. löggjafarþing — 42. fundur,  19. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[12:03]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta eru búnir að vera tímar þar sem mikill hraði hefur ráðið för og tillögur taka hratt breytingum. Eins og hefur komið fram eru sumar þeirra til bóta. Eftir mikla umræðu hér í þingsal sem og úti í samfélaginu náðist mikilvæg bót varðandi desemberuppbótina. Að sjálfsögðu fögnum við því að það hafi náðst í gegn. Ég tek undir með hv. þm. Oddnýju G. Harðardóttur hvað það varðar að við gerðum auðvitað ráð fyrir að sú skerðing yrði ekki sem hér kemur fram og ríkissjóður taki mismuninn. Það er kannski ekki alveg í sátt við alla þá sem að málinu koma. Við í Vinstri grænum munum greiða 1. og 2. lið atkvæði okkar en munum sitja hjá við 3. lið.