143. löggjafarþing — 42. fundur,  19. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[12:05]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég kem hér upp til þess að tala um þær breytingar sem snúa að desemberuppbótinni og Atvinnuleysistryggingasjóði og starfsendurhæfingarsjóðunum. Þegar það lá fyrir að skortur værir á fjármagni var náttúrlega leitað leiða til þess að finna það fjármagn. Það tókst með góðu samstarfi margra aðila og vil ég þakka kærlega öllum sem eiga þakklæti skilið.

Hvað varðar þær athugasemdir sem hv. þm. Oddný G. Harðardóttir kom með hef ég þegar átt samtal við formann fjárlaganefndar um starfsendurhæfingarsjóðina. Það er ljóst það þurfa að fara fram ákveðnar leiðréttingar og skuldajöfnun á milli ráðuneytisins og VIRK hvað varðar ýmsan kostnað sem VIRK hefur tekið á sig og öfugt. Þegar búið verður að fara í gegnum það verður það leiðrétt, ef nauðsyn er á því, í gegnum ríkisreikninginn.