143. löggjafarþing — 42. fundur,  19. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[12:06]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir að það eru margar breytingar til bóta sem hafa komið fram og ég hefði gjarnan viljað fá meiri tíma til að fara yfir þær.

Varðandi fjarskiptasjóð og að líkja því saman við málið sem kom upp með menntamálaráðuneytið og sjóðinn þar þá sýnir það einmitt að við hefðum þurft meiri tíma, við hefðum þurft að kalla ríkisendurskoðanda til til þess að útkljá það mál líka. Meiri hlutinn á auðvitað ekkert að setja inn breytingartillögur sem hann telur að brjóti í bága við fjárreiðulög, hvorki það sem hann gerði varðandi menntamálaráðuneytið né þessa tillögu. Ég skil hvorki upp né niður í þessu.