143. löggjafarþing — 42. fundur,  19. des. 2013.

verslanaskrár, firmu og prókúruumboð, sameignarfélög og fyrirtækjaskrá.

132. mál
[12:28]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég bað um orðið í lok atkvæðagreiðslunnar um fjáraukalögin og ég horfði í augun á starfsmanninum þegar ég bað um það, þannig að ég ætla að fá að gera grein fyrir atkvæði mínu í atkvæðagreiðslunni á undan fyrst ekki var hægt að verða við því að ég tjáði skoðun mína hér.

Ég vil taka undir með hv. þm. Pétri H. Blöndal varðandi aga í fjármálum þjóðarinnar. En ég vek athygli á því að við verðum að opna augun fyrir því að stjórnsýslunni er sniðinn óraunhæfur stakkur því að mér þykir mér skrýtið hvað stjórnsýslan fer alltaf fram úr sér. Við verðum að finna einhverja leið til að ráða bót á því, því að það er ekkert sérstaklega góð stjórnsýsla fá alltaf bakreikning.