143. löggjafarþing — 42. fundur,  19. des. 2013.

veiting ríkisborgararéttar.

245. mál
[12:46]
Horfa

Frsm. allsh.- og menntmn. (Unnur Brá Konráðsdóttir) (S):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir frumvarpi til laga um veitingu ríkisborgararéttar sem flutt er af allsherjar- og menntamálanefnd. Samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt, nr. 100/1952, getur Alþingi tekið ákvarðanir um það að veita þeim sem um sækja ríkisborgararétt.

Hér erum við með lista yfir 19 aðila sem nefndin leggur til að fái ríkisborgararétt að þessu sinni. Frumvarpið liggur fyrir. Mælumst við til þess að það verði samþykkt.