143. löggjafarþing — 42. fundur,  19. des. 2013.

veiting ríkisborgararéttar.

245. mál
[12:48]
Horfa

Frsm. allsh.- og menntmn. (Unnur Brá Konráðsdóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nú erum við að fjalla um einstaklinga og hver umsókn fyrir sig er skoðuð sem sérstakt mál. Undirhópurinn sem fór yfir þessi mál fyrir hönd nefndarinnar fór yfir hverja og eina umsókn og þetta er niðurstaða nefndarinnar. Um það hvernig tilteknum málum sérstakra einstaklinga er háttað er í raun ekki hægt að tjá sig í ræðustól vegna þess að við erum með persónuupplýsingar undir höndum. Almenna viðmiðið í allri okkar vinnu var að líta til þeirra skilyrða sem lögin og löggjafinn hefur ákveðið í lögunum um íslenskan ríkisborgararétt. Við tókum mið af því og fórum yfir þessi mál samkvæmt okkar bestu sannfæringu og um þetta mál var samstaða í nefndinni.