143. löggjafarþing — 42. fundur,  19. des. 2013.

veiting ríkisborgararéttar.

245. mál
[12:51]
Horfa

Frsm. allsh.- og menntmn. (Unnur Brá Konráðsdóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Miðað við þær upplýsingar sem nefndin fékk er ekki rétt að 95% einstaklinga sem sótt hafa um ríkisborgararétt í gegnum Alþingi hafi alltaf fengið framgang fyrir umsóknir sínar. Það er ekki þannig. Hér fara 19 einstaklingar af þeim 56 í gegn. Nefndin setti sér ákveðin viðmið, eins og ég sagði, og ég og hv. þingmaður erum greinilega ekki sammála um þá aðferðafræði en málið er einfaldlega þannig.