143. löggjafarþing — 42. fundur,  19. des. 2013.

leikskóli að loknu fæðingarorlofi.

6. mál
[13:33]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Herra forseti. Ég greiði atkvæði um tillögu til þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Það er þingsályktunartillaga sem var flutt af hv. þm. Svandísi Svavarsdóttur og fleiri þingmönnum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs um að setja á laggirnar sérstaka vinnu við að skoða möguleikana á því að bjóða leikskólaúrræði strax að fæðingarorlofi loknu. Allsherjar- og menntamálanefnd hefur fjallað um málið og er samdóma í niðurstöðu sinni með breytingu á tillögugreininni. Ég vil þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd fyrir vinnu hennar að þessu og fagna því sérstaklega að um málið sé breið samstaða og að þingsályktunartillagan með þessari breytingu verði samþykkt hér í þingsal.