143. löggjafarþing — 44. fundur,  20. des. 2013.

tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014.

2. mál
[10:42]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Hér eru greidd atkvæði um fjárhæð bankaskattsins. Við höfum ekki forsendur til annars en að styðja niðurstöðu ríkisstjórnarinnar í því efni en höfum gert athugasemdir við það hversu seint það mál er komið inn og hversu erfitt hefur verið að glöggva sig á umgjörð þess vegna þess að þetta hefur verið unnið á hlaupum undir lok þings og miklar hækkanir gerðar á skattinum milli umræðna.