143. löggjafarþing — 44. fundur,  20. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[10:49]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Það er mjög mikilvægt að greiða atkvæði gegn þeirri hækkun á innritunargjöldum í háskóla sem ríkisstjórnin hefur lagt til vegna þess að hér er um að ræða sérstakan skatt á einn þjóðfélagshóp, námsmenn, því að peningarnir eiga að drýgstum hluta að renna í ríkissjóð. Þetta er hluti af stefnubreytingu hæstv. ríkisstjórnar sem felst í því að taka æ ríkari hluta samneyslunnar í gegnum nefskatta, burt úr hinu almenna tekjujöfnunarkerfi, burt úr hinu almenna tekjuskattskerfi, til þess að auka á ójöfnuð og láta þá sem minnst hafa milli handanna bera þyngri byrðar af samneyslunni en ella. Þetta er pólitísk aðför að jöfnuði í landinu. (Gripið fram í.)