143. löggjafarþing — 44. fundur,  20. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[10:52]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Hér eru greidd atkvæði um þá tillögu sem er flutt í framhaldi af samkomulagi formanna flokkanna við þinghlé um að fá ríkisstjórnina til að falla frá því hámarki á endurgreiðslu þróunarkostnaðar sem hún hugðist setja á og var hluti af aðför hennar að rannsóknum og þróun í íslensku atvinnulífi. Það er fagnaðarefni að við skulum hafa náð þessum árangri.