143. löggjafarþing — 44. fundur,  20. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[11:01]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Herra forseti. Það er sérstakt ánægjuefni að þessi kafli falli brott úr frumvarpinu. Það er hluti uppskerunnar sem þó varð hér í samkomulagi um þinglokin að stjórn… (HöskÞ: … jákvæður.) — ég legg til að hv. þm. Höskuldi Þórhallssyni verði gefið orðið, honum líður illa þarna aftur í salnum og (HöskÞ: Nei, mjög vel, þakka þér fyrir.) er órólegur. (Forseti hringir.)

(Forseti (EKG): Forseti leggur eingöngu til að hv. þingmenn sem ekki eru að halda ræðu hafi hljótt um sig.)

Ég skil svo sem vel að ýmsum stjórnarliðum líði illa yfir þessu. Til stóð, eins og kunnugt er, að leggja á sérstök legugjöld á sjúkrahúsum. Það breyttist svo í vandræðagangi ríkisstjórnarinnar í áformuð innritunargjöld en er nú að hverfa út. Það er mikið fagnaðarefni. Almennt er það fólk sem þarf að leggjast inn á sjúkrahús veikasta fólkið í landinu. Það hefur verið tiltekin víglína í þessum málum, velferðarmálum, að þar stæði mönnum gjaldfrjáls þjónusta til boða þegar inn á sjúkrahúsin væri komið. (Gripið fram í.) Menn færu ekki með sjóðvélarnar, (Gripið fram í: Yfirleitt …) menn færu ekki með rukkarana inn á sjúkrahúsgangana, (Forseti hringir.) en þangað langaði auðvitað stjórnarliða. (Gripið fram í.)

Herra forseti. Við heyrum það á því hvað mönnum líður illa (Forseti hringir.) að það er greinileg eftirsjá hjá þingmönnum (Forseti hringir.) meiri hlutans að þeir skyldu (Forseti hringir.) ekki mega fara (Forseti hringir.) inn á spítalagangana (Forseti hringir.) eftir áramótin (Forseti hringir.) að rukka sjúklinga. (Forseti hringir.) [Háreysti í þingsal.]